Chili kelp núðlur með lambakjöti

1376199_10151809766025777_280682973_nMjög einfaldur og góður núðluréttur þar sem ég nota kelp núðlur:) Þær eru unnar úr þara og eru glærar á litinn, aðeins stökkari en venjulegar núðlur og það er mjög lítið bragð af þeim, svo þær henta vél í rétti eins og þessa þar sem ég nota mikið af öðru kryddi. Fást í Bónus og Hagkaup, mæli klárlega með að prófa þær ef þið eruð mikið fyrir núðlur eða pasta en langar að hafa það hollara:) Þessi uppskrift er mjög lítil, bara fyrir 1 sirka, en ekkert mál að margfalda hana bara ef þið eruð að gera fyrir fleiri!

Ég notaði:

  • 100-150gr lambafille
  • 1/4 af rauðlauk, smátt skorinn
  • 1 hvítlauksrif, smátt skorið
  • 1/2 rauður chili, fræhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar
  • 1-1 1/2 tsk ferstk engifer, smátt skorið
  • 1tsk sambal oelek chili paste (mjög gott að nota líka rautt karrímauk, þá kannski aðeins meira magn)
  • 50gr snjóbaunir
  • 50gr blómkál
  • 1-2 litlar gulrætur, skornar í strimla
  • 50ml vatn safi úr
  • 1/2 lime
  • 100gr kelp núðlur

Ég byrjaði á að skera kjötið í mjög þunnar sneiðar og snöggsteikja á wok pönnu þangað til það var komið með lit á báðar hliðar. Svo tók ég kjötið af pönnunni og setti til hliðar, set smávegis olíu á pönnuna og steikti rauðlauk, hvítlauk, chili og engifer í 1-2 mínútur. Næst bæti ég kjötinu aftur á pönnuna ásamt chili paste, snjóbaunum, gulrótum og blómkáli. Helli svo vatninu yfir og leyfi að sjóða í 2-3 mínútur. Á meðan tek ég núðlurnar úr pakkanum, skola þær vel með köldu vatni og set svo á pönnuna (gott að taka þær aðeins sundur með höndunum því þær eru alveg flæktar saman). Læt þetta svo malla saman í smástund í viðbót og kreisti svo safann úr 1/2 lime yfir og ber fram!