Hentar öllum sem vilja komast í form eða bæta það sem fyrir er.
Fyrir keppnisfólk í öllum íþróttagreinum.
Topp þjálfarar Fitness Akademíunnar tryggja þér hámarksárangur.
Þjálfari
Þjálfari
Þjálfari
Sigurður Gestsson er einn reynslumesti þjálfari í Evrópu og hefur samhliða þjálfun keppt sjálfur með góðum árangri. Sigurður hefur hlotið um 20 Íslandsmeistaratitla auk fjölda verðlauna á erlendum mótum. Hann er einnig alþjóðlegur dómari hjá IFBB og hefur dæmt á risamótum erlendis þar sem yfirgripsmikil þekking hans á faginu kemur sér vel. Sigurður er afar vinsæll þjálfari og hefur mikill fjöldi bestu keppenda landsins verið undir hans stjórn með eftirtektarverðum árangri.
Jóhann Norðfjörð var sigursæll keppnismaður í vaxtarrækt en hann er í dag einn af okkar reyndustu IFBB-dómurum hér heima og einnig mikils virtur alþjóðadómari sem dæmt hefur á stærstu mótum heims undanfarin ár, meðal annars bæði á Evrópu- og heimsmeistaramótum IFBB. Að auki hefur Jóhann náð stórkostlegum árangri sem þjálfari og er mjög eftirsóttur keppnis-þjálfari bæði hér heima og erlendis.
Kristín Kristjánsdóttir er einnig þjálfari hjá Fitness Akademíunni en Kristín hefur á undanförnum árum náð gríðargóðum árangri bæði hér heima og erlendis sem fitnesskeppandi. Kristín á að baki stórkostlegan keppnisferil sem enn stendur yfir. Á undanförnum sex árum hefur Kristín keppt á yfir 30 mótum og unnið Íslandsmeistaratitla öll árin, unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna auk þess sem hún varð Evrópumeistari 2012. Kristín Kristjánsdóttir þykir einn besti keppandi í sínum flokki á heimsvísu og er afar þekkt á alþjóðavettvangi vegna glæstra sigra sinna í greininni.
Það er miklu auðveldara að finna afsakanir heldur en árangur - en hvort langar mann meira í? – enn eina afsökunina, eða árangur?Kristín Kristjánsdóttir
Hentar öllum sem vilja komast í form eða bæta það sem fyrir er.
Svona gerum við þetta
* Sé gerður samningur um 6 mánaða þjálfun eða lengur lækkar verðið í kr. 15.000 á mánuði
Þetta er þjálfunarleið fyrir fólk sem stefnir á keppni í fitnessi eða vaxtarrækt. Hér nýtist ómetanleg reynsla úrvals þjálfaranna til hins ítrasta enda eru kjörorð Fitness Akademíunnar þekking, reynsla og árangur. Hámarkaðu möguleika þína á glæstum sigrum og láttu okkur sjá um þig í undirbúningnum.-
Svona gerum við þetta
* Sé gerður samningur um 6 mánaða þjálfun eða lengur lækkar verðið í kr. 20.000 á mánuði
3x60mínútur á viku með þjálfara Fitness-akademíunnar í sal
Stöðvarþjálfun á Akureyri
3x60mínútur á viku með þjálfara Fitness-akademíunnar í sal
Stöðvarþjálfun á Akureyri
Saga Fitness Akademíunnar nær allt til ársins 1981 þegar Vaxtarræktin á Akureyri var stofnuð. Þar var unnið að framþróun líkamsræktar á Íslandi, unnið mikið frumkvöðlastarf ásamt því að sinna forystuhlutverki í hinum ýmsu þáttum almennrar þjálfunar svo og keppnisþjálfunar.
Mjög hátt hlutfall bestu keppenda á Íslandi hafa verið í þjálfun þeirra sem standa að Akademíunni og nýtt sér áralanga reynslu og þekkingu ásamt agaðri þjálfun til þess að ná alla leið. Á 30 ára tímabili hefur sú þekking skilað á annað hundrað titlum Íslands- og bikarmeistara auk fjölmargra verðlauna og sigra á alþjóðlegum mótum. Þá hafa þjálfarar Fitness Akademíunnar þjálfað keppendur sem unnu Evrópumeistaratitil í fitnessi 2012 og heimsmeistaratitil 2013.
Vegna þessa góða árangurs sem náðst hefur og mikillar eftirspurnar eftir þjálfun bæði hér heima og erlendis var tekin sú ákvörðun að stofna Fitness Akademíuna en það eru þau Sigurður Gestsson, Kristín Kristjánsdóttir og Jóhann Norðfjörð sem standa að og eiga fyrirtækið.
Þarna er sameinuð reynsla þriggja aðila sem allir hafa getið sér gott orð fyrir framúrskarandi árangur í faginu og eru meðal reynslumestu þjálfara sem völ er á auk þess að vera öll dómarar Jóhann og Sigurður eru einnig alþjóðadómarar í líkamsrækt. Markmið Fitness Akademíunnar er að bjóða upp á bestu fáanlegu fjarþjálfun sem völ er á, öllum til handa, bæði í formi almennrar þjálfunar og einnig keppnisþjálfunar undir stjórn þessa öfluga þjálfarateymis.
Fitness Akademían hefur samband við þig og þú færð allar upplýsingar sem þú þarft sendar í pósti til þín.
Reikningsnúmer 1187-26-5678
Kennitala 660913-0250
Vinsamlegast sendu greiðslukvittun á netfangið fitnessakademian@fitnessakademian.is