|Fréttir

Fitness Akademían farin í loftið

ArnoldFitness Akademían hefur nú opnað heimasíðu sína. Hér undir þessum frétta-hlekki munum við reyna að vera með það sem helst er á baugi í fitnessheiminum hverju sinni . Það hefur verið mikið að gera í haust hjá þjálfurum Akademíunnar meðfram þjálfuninni. Jóhann dæmdi á HM í Kiev, Sigurður var formaður dómnefndar í ungfrú Ísland og Kristín býr sig af fullum krafti undir næstu mót. Akademían er með fjölda keppenda sem stíga munu á svið víða um heim á næstu misserum.

Auk þess eru allmargir keppendur Akademíunnar að fara á bikarmótið hér heima í nóvember. Pósunámskeiðin eru í fullum gangi en þar er mjög góð þátttaka. Einnig munu Þjálfarar Akademíunnar dæma á nokkrum Aljóðamótum á næstunni.

Nú um næstu helgi munu þrír keppendur Akademíunnar keppa í bikini-fitness á Arnold Classic mótinu í Madrid. Það eru þær Karen Lind Richardsdóttir, Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir og Georgia Simmons sem er einn besti keppandi Englendinga um þessar mundir. Auk þeirra keppa um 10 íslendingar á mótinu.

Jóhann V Norðfjörð mun einnig dæma í Madrid. Við munum að sjálfsögðu fylgjast spennt með Mótinu um næstu helgi og flytja fréttir af framgangi mála þar, og hægt verður að fylgjast með fréttunum á fésbókarsíðu Fitness Akademíunnar.