Uppáhalds prótein pönnukakan mín!
Það eru til ótrúlega margar aðferðir til að gera próteinpönnukökur en uppistaðan er yfirleitt alltaf eggjahvítur og próteinduft. Þessi finnst mér ótrúlega góð og ég geri hana mjög oft:) Galdurinn er að nota skyr í hana, þá verður hún mýkri og þéttari.
Þú þarft:
- 120gr eggjahvítur (úr sirka 3 eggjum)
- 20gr prótein með vanillubragði
- 50gr vanillu skyr.is
- 1 epli
- Kanill
Ég byrja á að þeyta saman með þeytara eggjahvíturnar, próteinduftið og skyrið. Þeyti í pínu stund þannig eggjahvíturnar verði léttar. Bæti svo kanil útí. Næst hita ég litla pönnu á miklum hita og passa að pannan sé orðin alveg heit áður en ég set deigið á. Gott að spreyja pönnuna með pam spreyi eða setja smá kókosolíu á hana. Helli svo deiginu á og steiki þar til hún er orðin fallega brún að neðan, alltílagi þó hún sé ennþá svolítið fljótandi að ofan. Þá sný ég henni við og elda hana þangað til hún er líka orðin brún á neðri hliðinni. Tek hana svo af pönnuni og á meðan hún er ennþá heit raða ég eplasneiðum yfir. Glassúrinn er svo bara smá vanilluprótein og kanill blandað í mjólk þannig það verði svona frekar þykkt eins og glassúr:)